Gleðiganga 2019 - Myndasyrpa
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
28.05.2019
kl. 08.41
Hin árlega gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki var farin í gær en hún markar lok skólastarfs vetrarins. Gengið er frá Árskóla og upp á Sjúkrahústúnið þar sem gjarnan er gerður stuttur stans. Síðan er haldið í bæinn, sungið fyrir utan Ráðhúsið og endað við Árskóla aftur þar sem grilluðum pylsum eru gerð góð skil.
Skólaslit Árskóla verða svo á morgun sem hér segir:
Kl. 15:00 1. - 4. bekkur
Kl. 16:00 5. - 8. bekkur
Kl. 19:30 9. - 10. bekkur
Á skólaslitum 9. og 10. bekkjar verða veitingar í boði 9. bekkinga, foreldra þeirra og skólans.
Allir velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.