Frábær stemning á VSOT
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Listir og menning, Mannlíf
27.06.2016
kl. 10.33
Tónlistarveislan VSOT fór fram síðastliðinn föstudag í Félagsheimilinu Bifröst og vakti rífandi lukku. Þar stigu á stokk nokkrar rótgrónar hljómsveitir, flestar úr Skagafirðinum, í bland við ungt og efnilegt tónlistarfólk. Þá stigu ljóðskáld einnig á svið og lásu upp úr bókum sínum. Kynnir kvöldsins var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Salurinn var fullur og stemningin frábær, mikið hlegið og klappað. Lokaatriði hátíðarinnar var, líkt og ávalt á hátíðinni, flutningur á laginu Það er svo geggjað eftir þá Magnús Ingimarsson og Flosa Ólafsson en áhorfendur sungu hástöfum með.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.