Fjör á frumsýningu
Það ríkti mikil gleði og eftirvænting á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi í gær. Börnin í salnum tóku undir í söng og lifðu sig inn í sýninguna og hinir fullorðnu skemmtu sér ekki síður. Blaðamaður Feykis brá sér á sýningu og fangaði stemninguna bak við tjöldin og í lok sýningar.
Hérastubbur bakari og bakaradrengurinn buðu upp á piparkökur og eftir sýningu bauðst börnunum að fara upp á svið og láta taka myndir af sér með dýrunum í skóginum. Alls verða sýndar þrettán sýningar og verður sú síðasta sunnudaginn 6. nóvember. Athygli hefur verið vakin á því að ekki verður hægt að bæta við fleiri sýningum en þeim sem auglýstar hafi verið. Nánar verður fjallað um sýninguna í næsta tölublaði Feykis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.