Stólastúlkur taka á móti liði Ármanns í körfunni

Árni Eggert fer yfir málin. MYND: HJALTI ÁRNA
Árni Eggert fer yfir málin. MYND: HJALTI ÁRNA

Lið Tindastóls í 1. deild kvenna í körfubolta á eftir að spila tvo deildarleiki áður en liðið hefur leik í úrslitakeppninni. Fyrri leikurinn verður í Síkinu annaðkvöld kl. 20:00 en þá taka stelpurnar á móti liði Ármanns.Síðan er útleikur á laugardaginn gegn Fjölni. Feykir hafði samband við Árna Eggert, þjálfara Stólastúlkna, og spurði út í markmið liðsins.

„Okkar markmið er einfaldlega að vinna þessa tvo leiki, tryggja okkur þannig fjórða sætið í deildinni og heimavöll í fyrstu umferð. Þá byrjar úrslitakeppnin og ný markmið taka við.“

Hefurðu verið ánægður með leik liðsins upp á síðkastið? „Liðið er búið að vera magnað í þessum leikjum sem eru búnir síðan leikar hófust að nýju, tveir sterkir sigrar sem hafa fleitt okkur úr sjöunda sæti í það fjórða. Liðið er að spila vel saman á báðum endum og hlutirnir að smella á góðum tíma, þó við vitum að við eigum samt mikið inni. Það hefur verið einstaklega gaman að sjá nýja leikmenn stíga upp og að allar eru að spila sitt hlutverk af krafti og fyrir liðið,“ segir Árni Eggert.

Þá vildi Árni koma því á framfæri að yngri flokkar Tindastóls tóku þátt í úrslitakeppni um helgina. 10. flokur drengja vann Hauka 64-53 á útivelli og eru komnir í 8 liða úrslit. Drengjaflokkur vann ÍR á heimavelli, 72-71, þar sem Reynir Róbertsson skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út. Þeir voru einnig að komast í 8 liða úrslit. Stúlknaflokkur vann svo í á sunnudag sameinað lið Vals og Ármanns, 74-72, á heimavelli og eru komnar í undanúrslit. Glæsileg frammistaða!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir