Ingvi Rafn stýrir Kormák/Hvöt út tímabilið
Ingvi Rafn Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar og mun stýra liðinu út leiktímabilið. Hann tekur við af Aco Pandurevic sem lét af störfum síðastliðna helgi.
Ingvi er einnig leikmaður liðsins og hefur byrjað alla þrjá leikina sem af eru tímabili. Það eru fáir sem þekkja liðið betur heldur en Ingvi en hann hefur spilað með liðinu í 10 ár og þjálfaði liðið árið 2021 þegar þeir komust upp úr fjórðu deildinni í þá þriðju þar sem liðið leikur í dag.
Húnvetningar eru þarna að sækja sigurvegara því seinast þegar hann þjálfaði liðið vann það 14 af 18 leikjum, 78% sigurhlutfall sem verður að teljast ansi gott!
Feykir óskar Ingva velfarnaðar í starfi, áfram Kormákur/Hvöt!
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.