Sögurnar ekki prenthæfar
Hver er maðurinn? Rúnar Birgir Gíslason
Hverra manna ertu? Sonur Gísla Frostasonar og Ernu Geirsdóttur í Varmahlíð, að mestu ættaður úr Blönduhlíðinni.
Árgangur? Einn fjölmennasti árgangur á fæðingardeild sjúkrahússins á Króknum, 1975.
Hvar elur þú manninn í dag? Ég bý í Mosfellsbænum, alveg nyrst í honum svo ég sé sem fljótastur norður í Skagafjörð.
Fjölskylduhagir? Giftur Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur
Afkomendur? Á þrjú börn, Ástrós Hind 11 ára, Bergdísi Hebu 7 ára og Hinrik Huga sem er nýorðinn 3 ára.
Helstu áhugamál? Hugsa að það myndi enginn trúa neinu hér ef ég segði eitthvað annað en körfubolti. Það áhugamál tekur mikinn tíma og því ekki mikið eftir fyrir annað, þó það sé áhugi fyrir því.
Við hvað starfar þú? Ég vinn hjá Advania og er titlaður hugbúnaðarsérfræðingur. Mitt sérsvið þar er Microsoft Dynamic NAV og LS Retail.
Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
Heima er ..................... þar sem rúmið mitt er en ég tala þó alltaf um Skagafjörðinn sem heima.
Það er gaman......................... að vera saman
Ég man þá daga er........................ er maður var alla daga úti að leika í Varmahlíð og skrapp í kakó og kökur til fólksins í Varmahlíð. Rúna hans Bærings, Þóra frá Fjalli og fleiri góðar konur buðu manni oft í kakó og kökur.
Ein gömul og góð sönn saga.................. það er þetta með þessar gömlu sögur að maður man þær ekki þegar maður á að muna þær. Allavega eru þær sem maður man ekki prenthæfar.
Spurt frá síðasta viðmælanda.................... Hvernig var fyrir Varmhlíðing að styðja körfuboltalið á Króknum? Þurftir þú að ímynda þér að þú værir í raun og veru að hvetja Glóðafeyki?
Svar............ það var nú ekki flókið, Tindastóll var að keppa við bestu liðin og maður vildi hafa sitt lið. Annars er ég nú alinn upp í Varmahlíð á svæði Ungmennafélagsins Fram en gekk aldrei í það félag, tók þá sjálfstæðu ákvörðun að ganga í Ungmennafélagið Glóðafeyki 10 ára gamall og var í því þar til við stofnuðum Íþrótta og ungmennafélagið Smára. En ég leit alltaf á Tindastól sem merkisbera Skagafjarðar á landsvísu í íþróttum.
Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?
Nafn............. Ágúst Kárason
Spurningin er.................. Hvort ertu meiri KR ingur eða Tindastólsmaður?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.