Skriðþunginn er meiri hjá Sigga bróður
Hver er maðurinn? - Torfi Jóhannesson
Hverra manna ertu ? -Ég er sonur Jóhannesar Torfasonar og Elínar Sigurðardóttur á Torfalæk
Árgangur? -1969
Hvar elur þú manninn í dag ? -Ég bý á Hvanneyri í Borgarfirði, en vinn í Borgarnesi.
Fjölskylduhagir? - Giftur Þórunni Pétursdóttur, héraðsfulltrúa Landgræðslu ríkisins á Vesturlandi
Afkomendur? - Við hjónin eigum samtals 5 börn og eitt barnabarn.
Helstu áhugamál? -Ég á fáar eiginlegar frístundir, en hef gaman að lestri góðra bóka, ljósmyndun og útivist.
Við hvað starfar þú? -Ég er verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Vesturlands og sit sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
Heima er ... þar sem ég bý hverju sinni..................
Það er gaman... að uppskera......................
Ég man þá daga er...maður svitnaði í heyskap.....................
Ein gömul og góð sönn saga..................
Sigurður afi minn var mikill hagleiksmaður og hafði meðal annars mikið yndi af smíði hliða. Þannig smíðaði hann mörg hlið á girðingar í kring um húsin á Torfalæk og lagði þannig sitt af mörkum til garðræktar. Afi var ástríðufullur kartöfluræktandi og ég minnist þess að hafa aðstoðað hann við að setja niður í leirkenndan garð áður en frost var að fullu farið úr jörðu; ég með járnkarlinn að gera holur og hann með útsæði af rauðum íslenskum. Uppskera var með ágætum!
Spurt frá síðasta viðmælanda
Hvor er sterkari, þú eða Siggi bróðir þinn?
-Við erum báðir orðnir of bakveikir til að geta látið reyna á það, en hann hefur meiri skriðþunga...
Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?
-Minn gamla bekkjarbróður frá Flóðvangi, Húnavöllum og MA, Magnús Björnsson Kínafara. Spurningin sem ég legg fyrir hann er þessi: Hvað er líkt með Kína og Húnaþingi?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.