Ég segist oft vera strippari
Hver er maðurinn? Guðbjartur Haraldsson eða bara Bjartur
Hverra manna ertu? Sonur Haraldar Guðbergssonar heitins, rennismiðs og skrifstofustúlkunnar Ingibjargar Guðbjartsdóttur
Árgangur? Nú fara gæðin að koma í ljós ... 1970
Hvar elur þú manninn í dag? Ég er enn í dreifbýli og bý í uppsveitum Kópavogs
Fjölskylduhagir? Giftur Jónu Kolbrúnu Árnadóttur og við eigum saman 3 dætur
Afkomendur? Sigurlaug Inga ( 12 ára ), Gyða Kolbrún ( 6 ára ) og Herdís Halla ( 2 ára )
Helstu áhugamál? Golf, ( ekki segja Erni Sölva ) veiði, ýmsar græjur og tæki og síðast en ekki síst bumbubolti ... sem er svipað og fótbolti bara hægari
Við hvað starfar þú? Í dag starfa ég sem sérfræðingur á Upplýsinga og Tæknisviði Nýja Kaupþings banka. En aðspurður segist ég oft vera strippari ... þar sem það vekur minni umræðu heldur en að ég vinni hjá banka.
Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
Heima er ..................... í faðmi fjölskyldunnar
Það er gaman......................... að vera til
Ég man þá daga er........................ ég þurfti nesti frá Víðigrund til að sigla á fleka á grunni Skagfirðingabúðar ... og Þruma og Falur réðu ríkjum á Króknum
Ein gömul og góð sönn saga.................. Þar sem ég má ekki segja opinberlega frá góðum hluta æsku minnar og að partýið sem Sverrir talar um hafi verið æði þá er eitt frá knattspyrnuferlinum sem stendur upp úr og ég hef ekki séð fyrr né, held ég, síðar. Við vorum að spila við Grindavík á Króknum og vorum 0-3 undir í hálfleik. Tim Hankinson, sem þá var þjálfari hjá Tindastól, lét alla varnarlínuna vera úti á velli í hálfleik að æfa hreinsanir og kantmennina okkar æfa fyrirgjafir.
Þetta var gert fyrir framan stuðningsmennina okkar og það voru nokkrar línur ofan úr stúku sem fengu að fjúka á meðan á þessari æfingu stóð.
Menn komu dýrvitlausir til seinni hálfleiks eins og gefur að skilja og við unnum leikinn 4-3 ... held að Guðbrandur hafi skorað öll mörkin alla vega megnið og Grindvíkingar komust aldrei nálægt því að ógna markinu okkar.
Spurt frá síðasta viðmælanda.................... Hefur þú eitthvað stækkað frá því þú varst á Króknum?
Svar............ Það fer eftir á hvorn veginn þú meinar ... hæðin er sú saman og breiddin horfir til betri vegar ... það sem Sverrir átti samt við hefur bara þroskast.
Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?
Nafn............. Valgerður Erlingsdóttir
Spurningin er.................. Af hverju þykir þér vænna um Stebba Lísu en mig?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.