Dýllari með eina unnustu eða svo
feykir.is
Hinir brottflognu
25.09.2008
kl. 15.04
- Hver er maðurinn? -Óskar Páll Sveinsson
- Hverra manna ertu ? - Dýllari
- Árgangur? -1967
- Hvar elur þú manninn í dag ? -Við Bugðuós í Kjós.
- Fjölskylduhagir? - Á eina unnustu eða svo.
- Afkomendur? - Bjarni, fæddur 92
- Helstu áhugamál? -Lax og silungsveiði með smá skytteríi inn á milli.
- Við hvað starfar þú? -Leiðsögn í laxi á sumrin og Tónlistarvinnslu að ýmsu tagi á vetrum.
- Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
- Heima er .....................mjög skemmtileg mynd frá Sigurrós
- Það er gaman.........................þegar hann tekur !
- Ég man þá daga er........................maður dorgaði á gömlu bryggjunni
- Ein gömul og góð sönn saga..................Þegar Björn skólastjóri tók af sér annan klossan, barði honum í kennaraborðið og þrumaði yfir bekkin “ég krefst þess af ykkur að mér sé hlýtt” ég svaraði strax, á ég að koma með lopapeysu handa þér ?
- Spurt frá síðasta viðmælanda
- Hvor er betri veiðimaður, þú eða Bubbi Morthens ?
-Af öllum þeim mörgu og frábæru kostum sem mig prýða þá tel ég nú hógværðina standa uppúr, og segi þess vegna að við séum sennilega nokkuð svipaðir, ég er þó sennilega aðeins þolinmóðari. - Hvern villt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir
viðkomandi? - -Ég myndi vilja sjá Himma Valla svara þessu næst, og spurningin til hans er.
Heldur þú ennþá takti ?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.