Allur gaflinn úr húsinu - Hinir brottflognu
feykir.is
Hinir brottflognu
24.12.2011
kl. 08.05
Hver er maðurinn? Sverrir Björn Björnsson.
Hverra manna ertu? Sonur hjónanna Björns Sverrissonar frá Viðvík, þúsundþjalasmiðs og Helgu Sigurbjörnsdóttur frá Hafursá á Völlum, fyrrum leikskólastjóra og baráttukonu.
Árgangur? Það merkisár 1965 undir merki Hrútsins.
- Hvar elur þú manninn í dag? Í hinum vinstri-bála Garðabæ ( áður Garðahrepp)
- Fjölskylduhagir? Giftur Sonju M. Halldórsdóttur, Leikskólakennara
- Afkomendur? Halldór Erik 17 ára og Bertha Lena 11 ára
- Helstu áhugamál? Ég, um mig, frá mér, til minna.
- Við hvað starfar þú? Aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) við slökkvistörf og sjúkraflutninga og formaður Landssambands Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna. Heimilisstörf og annað sem upp kemur.
- Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
- Heima er .....................Langbest
- Það er gaman.........................Allir saman
- Ég man þá daga er........................sólin skein alltaf
- Ein gömul og góð sönn saga.................. Þegar árgangur 65 var á lokaári var farið í skíðaferð til Akureyrar sem var slysalaus að mestu, aldrei þessu vant. Þetta er nokkuð eftirminnileg ferð fyrir það að innfæddir gerðu aðsúg að rútunni okkar þegar við vorum að koma úr kvikmyndahúsi. En sagan sem er mér eftirminnilegri úr þessari ferð er þegar við fórum í loka ferðina fyrir hádegismat og var þá farið alla leið uppí stromp og svo rennt sér niður að hóteli. Með mér í stólalyftunni var hraustmennið Sigurður Steinar Jónsson sem var þá búinn að fá þau fyrirmæli frá Ómari Braga Stefánssyni að hann mætti ekki fara í strompinn. Við sitjum þarna í stólnum á leiðinni upp og í hvert sinn sem stóllin fer yfir mastur, skelfur hraustmennið og spenntist upp af ótta við að hrapa.
- Upp komumst við og það var svo á niðurleiðinni sem kom til kasta skíðagetu hraustmennisins, sem hann hafði ekki tileinkað sér til fulls. Kappinn lagði að stað niður, og fór mjög beint og komst því á hina mestu ferð. Niðri háttaði svo að beygja þurfti til að komast að hótelinu. Hraustmennið stóð því leiðina niður. Þegar að beygjunni kom var stefnan ekki alveg rétt og kappinn hafði ekki hæfileika til að beygja eða bremsa. Stefndi því kappinn í orðsins fyllstu merkingu „út um þúfur“ þar sem hann stoppaði loks í miklu snjó skýi og kom til hádegismatar með marbletti og sært stolt.
- Spurning til þín.................... Hver er skemmtilegasta íkveikjan sem þú hefur tekið þátt í?
- Svar............ Það var verið að taka upp mynd um sögu Slökkviliðs Reykjavíkur, nú SHS, þar sem kviknað hafði í einbýlishúsi.
- Eins og gerist í góðum myndum átti að springa út ein rúða á gafli hússins.
- Settur var upp kveikvari og slett bensíni inn í eitt herbergið.
- Eins og yfirleitt gerist við upptökur á kvikmyndum þá tafðist nokkuð að taka upp atriðið.
- Þegar tökuliðið var klárt til töku þá þótti rétt að sletta aðeins meiru bensíni í herbergið.
- Leikstjórinn kallar; „allir klárir fyrir töku, SPRENGJA“ myndavélarnar settar af stað og stutt á sprengihnappinn.
- Sprengingin ríður af. Eitt stórt BÚMM, og eldsveppur stígur út úr húsinu.
- Allur gaflinn losnar úr húsinu og fellur til jarðar í heilu lagi. Smá eldar loga. Tilkomumikill sjón en full mikið af bensíngufum loks þegar sprengt var og sprengingin fullkominn, en full kröftug.
- Ég var þarna til að slökkva þá elda sem upp kynnu að koma við tökurnar. Þannig var mín aðkoma að því sem átti að vera saklaus herbergisbruni, með útsprungnum glugga.
- Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?
- Nafn.............Ólafur Kr. Guðmundsson
- Spurningin er..................Hvert er hið raunverulega upphaf á viðurnefninu „Katt“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.