Fréttir

Mannabreytingar hjá Farskólanum

Breytingar hafa verið og verða hjá Farskólanum á Sauðárkróki á næstu misserum en í apríl var auglýst eftir verkefnastjóra og í byrjun júní var auglýst eftir framkvæmdastjóra. Í stöðu verkefnastjóra var Þórhildur M. Jónsdóttir ráðin, eða Tóta eins og flestir þekkja hana, en í stöðu framkvæmdastjóra hefur enn ekki verið ráðið en umsóknarfrestur rann út þann 15. júní sl. Það er Bryndís Þráinsdóttir sem gegnir þeirri stöðu í dag en hún hefur sagt stafi sínu lausu.
Meira

Skagfirskir Blikar með smá Húnvetnsku ívafi gera gott körfuboltamót í Danmörku

Íslandsmeistarar í 7. flokki drengja í körfubolta, Breiðablik, höfnuðu um síðustu helgi í 2. sæti á alþjóðlegu móti sem nefnist Copenhagen Invitational og fór fram í Kaupmannahöfn. Í fyrra var Feykir með frétt um efnilega körfuboltadrengi í MB11 sem væru með skagfirskt blóð í æðum í liði Breiðabliks og nú voru þessir drengir aftur á ferðinni og gerðu heldur betur gott mót.
Meira

Skellur í Kaplakrika

Lið Tindastóls mætti Ferskum Hafnfirðingum í gærkvöldi í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn reyndist gestunum erfiður því lið FH náði snemma tveggja marka forystu sem getur reynst þrautin þyngri að vinna upp. Stólastúlkur minnkuðu muninn í síðari hálfleik en heimastúlkur voru sprækar á lokakaflanum og bættu við tveimur mörkum. Lokatölur 4-1.
Meira

Ánægja með niðurstöðu sameiningarkosninganna

„Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðuna og að hún hafi verið svona afgerandi. Það er mikil vinna sem liggur að baki en verkefnið samt rétt hafið. Við förum bjartsýn inn í framtíðina í sameinuðu sveitarfélagi og við hlökkum til að takast á við þetta nýja og spennandi verkefni,“ sagði Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, þegar Feykir leitaði viðbragða hjá honum við niðurstöðu sameiningarkosninga Húnabyggðar og Skagabyggðar en úrslit voru kunngjörð síðastliðið laugardagskvöld.
Meira

Northern Seafood stefnir á að rækta krækling í Hrútafirði, Miðfirði og Skagafirði

Einkahlutafélagið Northlight Seafood vilji hefja skelræktun í tilraunaskyni í Hrútafirði, í Miðfirði og sömuleiðis í Skagafirði og hefur sótt um tímabundið leyfi til MAST til að kanna hvort svæðin henti til slíkrar ræktunar.
Meira

Basile skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu

„Basile hefur þann eiginleika að vera góður leikmaður án þess að hafa sig of mikið frammi. Hann skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu. Þess vegna elska menn að spila með honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað Dedrick Deon Basile færði liði Tindastóls en í dag var sagt frá því að þessi frábæri leikmaður væri genginn til liðs við Stólana.
Meira

Skagabyggð hlýtur styrk frá Vegagerðinni

Á vef Skagabyggðar segir að Vegagerðin hafi samþykkt að veita styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegáætlun árið 2024 til verkefnisins "Styrkvegir í Skagabyggð" að upphæð kr. 3.000.000 og er styrkþegi Skagabyggð.
Meira

Basile tekur slaginn með Stólunum næsta vetur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Dedrick Deon Basile um að spila með félaginu á næsta tímabili. Í fréttatilkynningu frá Stólunum segist kappinn vera mjög glaður með að ganga til liðs við Tindastól. „Ég hef spilað gegn liðinu síðustu þrjú ár í úrslitakeppninni og ég get ekki beðið eftir því að fá Tindastólsaðdáendur loksins til að hvetja mig áfram!“
Meira

Byggðastofnun styður nýliðun í landbúnaði

Byggðastofnun hefur fjármagnað nýliðun á 30 búum síðastliðin þrjú ár með sérstökum lánaflokki til nýliðunar í landbúnaði, en blómleg byggð um land allt byggir að stóru leyti á öflugum landbúnaði.
Meira

Opnunarhóf og málþing á Skagaströnd á laugardaginn

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra býður til opnunarhófs Gagnagrunns sáttanefndabóka og málþings um störf sáttanefnda á Íslandi í húsakynnum sínum á Skagaströnd laugardaginn 29. júní. Setrið hefur frá árinu 2019, í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, unnið að gerð opins veflægs gagnagrunns yfir allar varðveittar sáttabækur frá stofnun sáttanefnda hér á landi árið 1798 til ársins 1936.
Meira