Fréttir

„Saumaði tösku í grunnskóla og í minningunni gekk það nú hálf brösuglega“

Ragnheiður María Rögnvaldsdóttir býr á Sauðárkróki ásamt maka sínum, Sigmundi Birki og syni þeirra Lárusi Fannari. Þau eru svo heppin að dóttir þeirra, Kristín Lind býr rétt hjá þeim með kærastanum, Hauki Ingva og ömmusnúllunni, Kötlu Daðey. Ragnheiður María starfar sem forstöðumaður í Búsetukjarna og stundar nám í stjórnum í gegnum endurmenntun háskólans á Akureyri.
Meira

Rabarbarahátíðin í gamla bænum á Blönduósi er á morgun

Á morgun, laugardag, hefst Rabarbarahátíðin í gamla bænum á Blönduósi en hátíðin byrjar á samhjóli frá gamla bænum kl. 9:00 og er hjólað í kringum Svínavatn. Þá mun reiðhjólaverslunin Örninn vera á svæðinu og setja upp fyrir hjólastillingar og sölusýningu. Þegar duglega fólkið er farið í langt samhjól verður yngri krökkunum boðið í samhjól út að Húnaskóla þar sem verður sett upp skemmtileg þrautabraut. Dagskrá Rabarbarahátíðarinnar heldur svo áfram frá kl. 12:00 en þá er móttaka rabarbararétta í uppskriftarkeppninni. Friðrik Halldór verður á svæðinu og sér um að spila létta tóna og auðvitað á hann eftir að taka rabarbaralagið.
Meira

Ingi Sigþór gefur út sitt fyrsta lag

Ingi Sigþór Gunnarsson þekkja flestir Skagfirðingar því hann hefur verið iðinn fyrir Leikfélag Skagafjarðar á sviðinu í Bifröst í mörg ár ásamt því að troða upp hér og þar með söng og skemmtisögum í Skagafirðinum og víðar. Hann sló í gegn nú síðast í leikritinu Litla hryllingsbúðin en þar fór hann með hlutverk Baldurs Snæs. 
Meira

Tindastóll kærir brot leikmanns FH til KSÍ

Brotið var gróflega á Bryndís Rut Haraldsdóttur, fyrirliða Tindastóls, í leik liðsins gegn FH í Bestu deildinni nú á miðvikudagskvöldið. Breukelen Woodward, leikmaður FH, gaf Bryndísi þá olnbogaskot í andlitið eftir hornspyrnu en boltinn var víðs fjarri. Atvikið náðist á myndband og ekki gott að sjá hvað leikmanninum gekk til annað en að meiða. Tindastóll hefur nú kært brotið til KSÍ.
Meira

Þrír leikir á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardag

Á morgun fara fram þrír leikir á Sauðárkróksvelli og byrjar fyrsti leikurinn kl. 12 þegar A-lið fjórða flokks karla THK, sameiginlegt lið Tindastóls, Hvatar og Kormáks, spilar gegn ÍR. Annar leikurinn byrjar kl 13:20 þegar B-lið fjórða flokks THK spilar einnig gegn ÍR. Þriðji leikurinn verður svo kl. 16:00 en þá mætir meistaraflokkur karla liði KÁ. 
Meira

Sturluhátíðin í Dölum verður haldin 13. júlí

Nú fer að styttast í árlegan viðburð. Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 13. júlí nk. Hátíðin er kennd er við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum. Hátíðin hefst við Staðarhól, Saurbæ í Dölum, með afhjúpun söguskilta sem Sturlufélagið hefur látið útbúa og gefa innsýn í sögu sagnaritarans, Staðarhóls og héraðsins. Að því loknu förum við í sögugöngu með leiðsögn um Staðarhól. Að lokinni þessari dagskrá á Staðarhóli verður haldið að Laugum í Sælingsdal, þar sem dagskráin heldur áfram og verða bornar fram kaffiveitingar, í boði Sturlufélagsins, að gildum og góðum íslenskum sið.
Meira

Einungis skal nota maíspoka undir lífrænan úrgang í Skagafirði

Á heimasíðu Skagafjarðar er góð ábending til íbúa Skagafjarðar sem og gesta að einungis er tekið á móti lífrænum úrgangi í jarðgeranlegum maíspokum. Bréfpokana sem þekkjast víða annars staðar skal ekki nota undir lífrænan úrgang. Ástæðan fyrir þessu er að lífrænn úrgangur er sendur til Jarðgerðarstöðvarinnar Moltu og tækin sem notuð eru þar til þess að vinna úrganginn geta stíflast og eyðilagst ef notaðir eru bréfpokar.
Meira

Styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í ár

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og opnar fyrir skráningu þann 2. júlí. Ungmennasamband Skagafjarðar mun niðurgreiða skráningargjald fyrir alla keppendur frá Skagafirði sem eru 9.400 kr. og lýkur skráningu þann 29. júlí. Öll ungmenni frá aldrinum 11 til 18 ára geta skráð sig til leiks og er ekki skylirði að vera skráður í ungmenna- eða íþróttafélag. 
Meira

U20 strákarnir í 1. sæti í riðlinum

Í gær spiluðu strákarnir í U20 ára karlalið Íslands gegn heimamönnum í Svíþjóð í sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu í Södertalje, lokatölur 82-78 í mögnuðum sigri. Ísland er því í 1. sæti í sínum riðli en næsti leikur er gegn Danmörku á morgun, laugardag, kl. 14:00. Danir sitja í síðasta sæti í riðlunum og hafa tapað báðum leikjunum sínum.
Meira

Reynir Bjarkan og félagar í U20 unnu fyrsta leikinn

Reynir Bjarkan Róbertsson og félagar í undir 20 ára lið karla í körfubolta lagði Eistland í gær í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 72-84. Leikurinn var sá fyrsti af fjórum á mótinu, en í dag kl. 17:15 leika þeir gegn heimamönnum í Svíþjóð.
Meira