Félagsmiðstöðina Órion vantar liðsauka

Félagsmiðstöðin Órion býður börnum og unglingum í 5. – 10. bekk vettvang fyrir fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóla lýkur. Starfið er unnið á grunni unglingalýðræðis og í anda forvarna. Órion er vettvangur fyrir opið félagsstarf, skipulagða dagskrá, hópastarf og ýmsa viðburði sem starfsfólk sinnir með unglingunum.
Starfshlutföllin geta verið 15-30% og henta vel fyrir skólafólk eða fyrir þá sem eru að leita sér að aukavinnu. Vinnutíminn er utan hefðbundins vinnutíma.

Félagsmiðstöðin Órion er með aðsetur að Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Félagsmiðstöðin hóf starfsemi haustið 1999. Fyrstu tvö starfsárin var starfsemin í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Haustið 2001 var tekin í notkun ný aðstaða fyrir félagsmiðstöðina að Höfðabraut 6. Húsnæðið er ca 160 fm. sem skiptist í, danssal, leikjasal, sjónvarpssal, salerni og geymslu.

Nánar hér.

/IÖF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir