Hætta á heitavatnsþurrð hjá Skagafjarðarveitum

Í þeim kulda og snjóleysi sem nú ríkir er notkun heita vatnsins í hámarki, segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum og beinir þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að spara heita vatnið eftir bestu getu.

Meðal árangursríkra aðgerða sem veiturnar benda á er að lækka stillingar á heitavatnspottum og plönum sem nota ekki affallsvatn. 
„Ástandið er sérstaklega slæmt á Sauðárkróki og hjá notendum Varmahlíðarveitu en tilmælunum er beint til allra notenda. Í framhaldinu gæti komið til lokunar á sundlaugum en það verður tilkynnt sérstaklega.“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir