Vá! Hvað getum við sagt? :: Himinn og jörð sló í gegn
Leikflokkur Húnaþings vestra lauk sýningum á söngleiknum Himinn og jörð sl. mánudag fyrir nánast fullu húsi en frumsýning fór fram þann 5. apríl við mikla hrifningu leikhúsgesta.
„Við erum í skýjunum. Þið voruð svo frábær og sáuð til þess að við skemmtum okkur stórkostlega. Svo ekki sé talað um það að fá sjálfan höfund laganna, Gunnar Þórðarson, á sýninguna. Þvílíkur heiður og algjörlega það sem toppaði kvöldið. Óraunverulegt sko!“ segir á Facebooksíðu leikflokksins. Himinn og jörð er eftir Ármann Guðmundsson en söngleikurinn var saminn fyrir Leikflokkinn við 16 lög Gunnars Þórðarsonar.
Eftir síðustu sýninguna kom svo önnur færsla frá leikflokknum: „Fimm sýningar að baki, þrír mánuðir af æfingum og við erum endalaust þakklát fyrir ykkur og ykkar viðtökur. Uppselt á fjórar sýningar og vel það - og við lokuðum svo ævintýrinu með nánast fullt hús. Það segir okkur að cirka 1.560 augu og jafnmörg eyru (þið vitið, eitt sett af hvoru per persónu) hlýddu á og nutu vonandi. Takk allir þátttakendur, takk allar hjálparhellur, takk allir styrktaraðilar, takk allir leikhúsgestir. Himinn og jörð að eilífu!“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.