Ferðamaður slasaðist eftir fall við Hvítserk
Í gærkvöldi voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Húnavatnssýslum og Skagafirði boðaðar út vegna ferðamanns sem féll niður bratta brekku við Hvítserk, við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu.
Í tilkynningu Landsbjargar segir að ferðamaðurinn hafi ætlað sér að ganga frá útsýnispalli, þar sem útsýni er gott á Hvítserk, niður bratta og torfæra brekku niður í fjöruna, þegar hann hrasaði og féll nokkra leið niður í fjöruna. Við fallið slasaðist hann nokkuð, en var með meðvitund þegar björgunarfólk kom á vettvang.
„Ljóst var að talsverð vinna væri að koma sjúkrabörum með sjúkling upp sömu leið, því var tekin ákvörðun um að flytja sjúkling eftir fjörunni, en björgunarsveitarbíll þræddi leið áleiðis að slysstað.
Vel gekk að koma sjúkling í börur og flytja í björgunarsveitarbílinn, sem svo áfram flutti sjúklinginn í sjúkrabíl sem beið uppi á vegi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.