Vötnin miklu, fiskar og áhrif gildruveiða á tegundir í útrýmingarhættu

Föstudaginn 14. maí kl. 12.00 heldur Davíð Gíslason fyrirlestur í Verinu sem hann nefnir  Vötnin miklu, fiskar og áhrif gildruveiða á tegundir í útrýmingarhættu.

Vötnin miklu eru safn nokkurra vatna á landamærum Bandaríkjanna og Kanada og eru stærsta ferskvatnskerfi jarðarinnar. Fjöldi tegunda fiska lifa í vötnunum og margar þeirra nýttar bæði af atvinnuveiðimönnum og sportveiðimönnum. Rætt verður um vötnin, mikilvægar fisktegundir en megin hluti fyrirlestursins mun fjalla um áhrif atvinnuveiða með gildrum á tegundir í útrýmingarhættu í Erie vatni.

Davíð Gíslason er líffræðingur sem býr í Kanada og vinnur fyrir Félag atvinnu veiðimanna í Ontario fylki, (Ontario Commercial Fisheries Association). Hann hefur stundað ýmsar rannsóknir á fiskum í Vötnunum
miklu.

Fyrirlesturinn er öllum opin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir