Vortónleikar Lillukórsins
feykir.is
Uncategorized
04.05.2009
kl. 08.53
Hinir árlegu vortónleikar Lillukórsins voru haldnir 1.maí í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Kórfélagar eru að þessu sinni 25 og koma þeir víðsvegar að úr Húnaþingi vestra og einn kemur úr Bæjarhreppi í Strandasýslu.
Rúmlega 90 manns mættu til að hlýða á söngskrá kórsins, sem að vanda var fjölbreytt og í léttari kantinum. Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir en undirleikari og stjórnandi er Elínborg Sigurgeirsdóttir.
Í hléi var boðið upp á kaffihlaðborð að hætti Lillukvenna.
/norðanátt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.