Vorið að koma í Laugarmýri

Í garðyrkjustöðinni að Laugarmýri er vorundirbúningur kominn á fullt og verið að leggja lokahönd á vertíðina sem framundan er. Jónína Friðrikssdóttir í Laugarmýri segist gera ráð fyrir að hefja plöntusölu um 20. maí.

Aðspurð segir Jónína að nú sé tíminn til þess að huga að því að klippa í garðinu hjá sér og allt í lagi sé að byrja að hreinsa beð nema hvað gott sé að skilja eftir lauf á viðkvæmum plöntum svo sem rósum.
-Það liggur svo sem ekkert á en þegar veðrið er svona blítt þá skilur maður vel að fólk vilji fara að hefast handa í garðinum hjá sér, segir Jónína.

En hvað með kartöflurnar hvernær skyldi vera í lagi að setja þær niður? -Meðan ég var að rækja kartöflur þá setti ég þær oft niður aðra viku í maí en þá var ég að setja niður í heitan garð. Það vinnst ekkert með því að setja kartöflurnar niður meðan enn er kuldi í jörðu og betra að bíða aðeins og leyfa þeim að spíra inni, segir Jónína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir