Vor í lofti á Hvammstanga

Bangsi verkar grásleppuna fyrir reykinn

Fjöruhlaðborð húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldið 20. júní næstkomandi en undirbúningur að hlaðborðinu stendur yfir bróðurpart ársins enda maturinn súrsaður og unnin í samræmi við gamlar hefðir.

Björn Sigurðsson, eða Bangsi eins og hann er alltaf kallaður, var á dögunum að vinna grásleppu í reyk en grásleppuna á að hafa á borðum á Fjöruhlaðborðinu.

Anna spúlar steinana sína

Annars staðar í bænum mátti sjá Önnu Ágústsdóttur að spúla grjótið sitt sem að líkindum breytist síðar í karla og kerlingar. Þess má geta að Anna bjó til steinfólkið sem býr við Hvammstangaafleggjarann og tekur á móti vegfarendum með glaðlegu brosi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir