V.I.T. átaksverkefni Sveitarfélagsins fyrir 16-18 unglinga
Ákveðið hefur verið að bjóða 16-18 ára ungmennum í sveitarfélaginu Skagafirði að sækja um vinnu í sérstöku átaksverkefni sem ætlunin er að hefjist í júní.
Í könnun sem lögð var fyrir nemendur Fjölbrautaskólans í vor, kom fram að allt að 45 þeirra voru ekki komnir með sumarvinnu og voru vonlitlir um að þeim tækist að fá vinnu. Af þeim sökum hefur Frístundasvið undirbúið verkefnið og sótt um opinbera styrki til þess að fjármagna það. Þau ungmenni sem hafa sótt um vinnu og fengið neitun geta sótt í verkefnið. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum sem hægt er að nálgast hér að neðan. Umsóknarfrestur rennur út 20.maí og verða fyrst um sinn í boði 20 störf. Verkefnastjóri er Árni Gísli Brynleifsson og yfirmaður Vinnuskólans , þar sem verkefnið er fóstrað, er Stefán Arnar Ómarsson. Hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið ag@skagafjordur.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.