Vinnuskólinn í garðslætti

Það verður nóg að gera í vinnuskólanum í sumar

Frá og með 4.júní verður starfræktur sláttuhópur á vegum Vinnuskóla Skagafjarðar. Hlutverk hans er fyrst og fremst að slá og raka gras í görðum eldri borgara og öryrkja en þjónustan er einnig í boði fyrir almenning.
Tekið verður á móti pöntunum daglega frá og með 28.maí , milli kl. 11-12 hjá Hjörvari flokksstjóra Sláttuhópsins í síma: 6604686  fyrir íbúa á Sauðárkróki og nágrenni og Varmahlíð og nágrenni.

Íbúar handan Vatna skulu panta slátt hjá Valda í síma 6604688.

Verð:
Garður : minni en  500m2 kr. 3.300.- f. eldri borgara og öryrkja, aðrir greiði 5.500.-
Garður : stærri en  500m2 kr. 5.500.- f. eldri borgara og öryrkja, aðrir greiða 8.800.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir