Vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

Byggðaráð Skagfjarðar ítrekaði á fundi sínum í gær fyrri bókanir sínar um framtíðarstaðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug.

Bókunin sem var á sínum tíma send frá sveitastjórn er svohljóðandi; -Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnar hugmyndum um flutning innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki í öryggisneti landsmanna þar sem nálægðin við Landsspítala Háskólasjúkrahús er hvað mikilvægust. Aðgengi landsbyggðar að stjórnsýslu, viðskipta- , menningar- og menntalífi landsins, sem hefur meginstarfsemi í höfuðborginni, má ekki takmarka frekar en fjarlægðir gera nú þegar. Á það skal minnt að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og því hafa borgaryfirvöld skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum. Skorað er á borgaryfirvöld og ríkisvaldið að kveða endanlega uppúr með staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í nágrenni miðborgarinnar og hefja nú þegar tímabærar framkvæmdir við nýja samgöngumiðstöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir