Vel mætt á fyrsta leikmannafund

Karl Jónsson þjálfari meistaraflokksins Tindastóls í körfubolta hélt sinn fyrsta leikmannafund í gærkvöldi þar sem farið var yfir æfingaáætlun sumarsins og undirbúningstímabilið. Alls sóttu 13 leikmenn fundinn þar sem ýmsar áætlanir voru kynntar fyrir þeim.

Undirbúningur meistaraflokksins að næsta tímabili hefst 8. júní, en þá mun Friðrik Hreinsson leikmaður liðsins og einkaþjálfari, hefja styrktaræfingar fyrir leikmenn og aðstoða þá varðandi mataræði og fleiri þætti sem skipta máli. Þrisvar í viku verða æfingar þar sem bæði verður spilaður léttur bolti og lyft.

Hið eiginlega undirbúningstímabil hefst 4. ágúst. Þá munu verða allt að 9 æfingar á viku, þar af þrjár útihlaupsæfingar, sem verða kl. 6 á morgnana.

Hvað leikmannamálin varðar er ljóst að liðið missir þá Ísak Einarsson og Óla Barðdal og þá er óvíst hvað Helgi Freyr Margeirsson gerir. Verið er að vinna í öðrum leikmannamálum og m.a. gengið út frá því að tveir erlendir leikmenn leiki með liðinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir