Vel heppnað fjölþjóðakvöld
Kynning á verkefninu "Get to know each other" eða kynnumst hverju öðru var haldin í Húsi Frítímans fimmtudaginn 4. febrúar og mættu um 25 manns. Markmið kvöldsins var að kynna Hús Frítímans fyrir Íslendingum og þeim sem búa á Íslandi en eru ekki fæddir hérna,ræða saman um tækifæri í alþjóðlegu samfélagi. Hér í Skagafirði búa saman 34 þjóðir.
Hús Frítímans og Rauði Kross Ísland standa á bakvið hugmynd verkefnisins en Evrópa unga fólksins styrkir verkefnið.
Í gegnum Evrópu Unga fólksins eru nýkomnir til Húss frítímans tveir sjálfsboðaliðar sem verða hér í 7 mánuði og ætla að vinna með okkur að þróun ýmissa hugmynda. Þeir sendu út spurningar til allra útlendingar sem búa í Skagafirði og hafa fengið margar góðar hugmyndir.
Niðurstöður þessa spurningalista verða settar á heimasíðuna fljótlega.
Eftir stutta kynningu, var boðið uppá kaffi og meðlæti og gat fólk spjallað saman og rætt hugmyndir um næstu skref í verkefninu. Allt gengur þetta jú út á að fólki líði vel hér í Skagafirði, hvaðan svo sem það kemur og er Hús frítímans ákjósanlegur staður til að hittast, skiptast á skoðunum og deila reynslu sinni og þekkingu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.