Vel heppanð Þekkingarþing
Framkvæmd Þekkingarþings sem haldið var á Skagaströnd sl. þriðjudag tókst með ágætum, að mati flestra þeirra sem það sóttu. Það er ekki síst að þakka heimamönnunum Halldóri G. Ólafssyni, framkvæmdastjóra BioPol og Ingibergi Guðmundssyni, menningarfulltrúa Norðurlands vestra. Að ógleymdum fundarstjóranum, Þórarni Sólmundarsyni, sem sá til þess að - þrátt fyrir þétta dagskrá - þingslitum seinkaði einungis um þrjár mínútur!
Undanfarin ár hefur þekkingartengd starfsemi á Norðurlandi vestra verið í örum vexti og vísindamenn sem starfa við stofnanir á svæðinu getið sér gott orð jafnt innanlands sem utan. Mikilir möguleikar felast í áframhaldandi uppbygginu þekkingartengdar starfsemi á svæðinu sem byggja mun á svæðisbundinni auðlindanýtingu og sterkum tengslum við öflugar frumframleiðslugreinar á svæðinu, einkum á sviði matvælaframleiðslu. Þá má einnig nefna mikla möguleika á sviði menningarferðaþjónustu á svæðinu en nýting menningararfs til vöruþróunar byggir af stórum hluta á rannsóknum og þekkingarleit.
Með Þekkingarþinginu er ímynd Norðurlands vestra sem þekkingarsamfélags undirstrikuð og mun áframhaldandi uppbygging vafalýtið auka samkeppnishæfni svæðisins í byggðalegu tilliti með fjölgun starfa og aukinni arðsemi atvinnugreinana.
Haldnir voru um tuttugu fyrirlestrar þar sem fjallað var um mismundandi verkefni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.