Varmahlíðarskóli með annað sætið í Skólahreysti
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
12.03.2010
kl. 13.51
Fimmti riðill í Skólahreysti MS fóru fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær 11.mars þar sem skólar af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda. Varmahlíðarskóli krækti í annað sætið.
Íþróttahöllin var þétt setin og rafmögnuð stemning þar sem Jónsi stjórnaði fjörinu enda engum líkur.
- Eftir gríðarlega jafna og spennandi baráttu í Norðurlandsriðli sigraði lið Dalvíkurskóla með 48 stigum.
Annað sæti hreppti lið Varmahlíðarskóla. Þau Þóra Kristín Þórarinsdóttir og Jón Helgi Sigurgeirsson sigruðu hraðaþrautina á glæsilegum tíma eða 02:37 mín. Þau náðu í 47 stig og aðeins einu stigi frá sigursæti. - Grunnskóli Siglufjarðar lenti í þriðja sæti með 44 stig.
- 4.sæti Árskóli með 39,5 stig.
- 5.sæti Reykjahlíðarskóli með 35 stig.
- 6.sæti Grenivíkurskóli með 25,5 stig.
- 7.sæti Gr.Hofsósi með 22 stig.
- 8.sæti Gr.á Blönduósi með 17 stig og
- 9.sæti Húnavallaskóli með 16,5 stig.
/Skólahreysti.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.