Valkostir sem leiði til úrbóta
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason tekur fram að gefnu tilefni að starfshópur um endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur skilgreint hlutverk skv. samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og er það afmarkað í skipunarbréfi hópsins.
Þar stendur m.a.:
“Starfshópurinn skal skilgreina helstu álitaefni, sem fyrir hendi eru í löggjöfinni og lýsa þeim. Hann láti vinna nauðsynlegar greiningar og setji að því loknu fram valkosti um leiðir til úrbóta, þannig að greininni verði sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar.”
Starfshópurinn er enn að störfum og hefur ekki skilað af sér áliti til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðan svo háttar til er ekki tilefni til þess að taka afstöðu til hugsanlegrar niðurstöðu starfshópsins.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason treystir því að starfshópurinn ljúki vinnu sinni sem fyrst í samræmi við það erindisbréf sem honum var sett.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.