Úttekt á Grunnskóla Húnaþings vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
09.04.2010
kl. 09.50
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ráðið ráðgjafafyrirtækið Attentus til að annast úttekt á starfsemi Grunnskóla Húnaþings vestra en hún er góð leið til að sjá hvar skólinn stendur í samanburði við aðra skóla með það að markmiði að efla og bæta skólastarfið.
Ráðgjafar Attentus sem hafa mikla reynslu af sjálfsmati grunnskóla, beita markvissum aðferðum til að meta skólastarf, munu taka viðtöl við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk, nemendur, foreldra og skólayfirvöld í sveitarfélaginu 13. og 14. apríl nk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.