Uppganga Drangeyjar fær á nýjan leik

Kátir félagar í Drangeyjarfélaginu.

Félagar í Drangeyjarfélaginu héldu út í Drangey þann 21 síðastliðin og hreinsuðu laust grjót úr uppgöngunni og löguðu göngustíginn upp á ey og er hann nú fær þeim sem hug hafa á að klífa eynna.

 

Í fréttum undanfarið hefur verið greint frá því að mikið grjóthrun hefur eyðilagt uppgönguna í Drangey, en hún er einungis kleif á einum stað í Uppgöngu, í Uppgönguvík vestan megin í eynni. Mikið grjóthrun hefur orðið úr suðaustur horni Lambhöfða og hefur það fallið niður skriðuna sem kennd er við Uppgöngu. Tímasetning á þessum atburði er ekki þekkt en líklegt er að það hafi verið síðari hluta vetrar eða snemma í vor þegar vetur konungur var að sleppa tökum sínum, en síðvetrar og á vorin eru slík hrun alls ekki óalgeng í fjöllum landsins.  Það er ekki óvanalegt að grjót falli úr Drangey eins og hún ber glöggt vitni. Eyjan er gerð úr móbergi en í slíkum myndunum er grjóthrun algengt. Benda má þó á að líkt og ávalt er grjóthrun algengt í eynni, líkt og undir öðrum bröttum hlíðum landsins.
Þeir sem vilja komast út í Drangey og skoða sig um er bennt á að Drangeyjarjarlinn hefur nú farið með fyrstu ferðir og gengið vel, en við félagar í Drangeyjarfélaginu viljum biðja fólk að fara varlega eins og alltaf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir