Unnið að lagfæringum á Hamarsrétt

Séð yfir Hamarsrétt. MYNDIR: ÓAB
Séð yfir Hamarsrétt. MYNDIR: ÓAB

Eitt sérstæðasta réttarstæði landsins er án vafa Hamarsrétt á vestanverðu Vatnsnesi, nokkurra kílómetra holóttan spöl norður af Hvammstanga. Þegar blaðamaður Feykis renndi fyrir Vatnsnesið nú um helgina mátti sjá að lagfæringar stóðu yfir á réttinni sem staðsett er í fjörukambinum.

Á VisitHúnaþing.is segir: „Réttin er notuð á haustin þegar bændur á Vatnsnesi rétta fé sitt sem þeir smala saman úr fjallinu. Sunnan við Hamarsrétt er Hamarinn, klettaberg sem fengið hefur nafnið Kallhamar, tilkomið vegna þess að á árum áður var mikið útræði frá Vatnsnesi og þegar koma þurfti boðum til báta á sjó var farið fram á hamarinn og gefið merki eða kallað til nærliggjandi báta. Sunnan við Hamarinn má enn finna rústir frá sjóbúðum og útræði sem þar var mikið. Litlu norðan við fjárréttina stendur Hamarsbúð, félagsheimili húsfreyjanna á Vatnsnesi.“

Við útsýnisplan ofan við réttina má finna skilti þar sem gestir geta áttað sig á örnefnum fjalla og annars sem fyrir augu ber þegar horft er vestur á Strandir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir