Ungt skagfirskt tónlistarfólk með Jólatónleika í Miðgarði
Jólatónleikarnir Jólin heima verða haldnir þann 11. desember í Menningarhúsinu Miðgarði. Á bakvið tónleikana stendur ungt skagfirskt fólk sem kemur bæði að skipulagi þeirra og flutningi. Tónleikarnir fóru fram í Félagsheimilinu Bifröst í fyrra í gegnum myndbandsstreymi og fengu þeir góðar viðtökur.
,,Hugmyndin að þessum tónleikum kom upp í fyrra og þá var pælingin að halda streymistónleika á netinu. Við fengum svo gríðarlega flottar viðtökur við þeim tónleikunum að við ákváðum að halda þá aftur í ár, stækka við okkur og leyfa fólki að koma núna í sal og hlusta á okkar magnaða unga tónlistarfólk,” segir Jóhann Daði einn af skipuleggjendum tónleikana og hugmyndasmiður.
Fáir miðar eftir
Miðasala fer frábærlega af stað og hvetur Jóhann Daði fólk til að næla sér í miða áður en það verður um seinan.
,,Áhorfendur mega búast við geggjuðum tónleikum, þar sem uppáhalds jólalögin okkar verða sungin af okkar magnaða tónlistarfólki sem kemur fram á þessum tónleikum. Ég mæli með því að næla sér í miða sem fyrst á tónleikana því það eru örfáir miðar eftir.’’
Á tónleikunum koma eftirfarandi söngvarar fram:
Gunnar Hrafn Kristjánsson
Ingi Sigþór Gunnarsson
Valdís Valbjörnsdóttir
Sigvaldi Helgi Gunnarsson
Malen Áskelsdóttir
Bergrún Sóla Áskelsdóttir
Rannveig Sigrún Stefánsdóttir
Dagný Erla Gunnarsdóttir
Karen Lind Skúladóttir
Leynigestur
Hljómsveitina skipa:
Alex Már Sigurbjörnsson
Arnar Freyr Guðmundsson
Eysteinn Ívar Guðbrandsson
Jóhann Daði Gíslason
Jón Gestur Atlason
Sigvaldi Helgi Gunnarsson
Sæþór Már Hinriksson
Aðalstyrktaraðilar tónleikana eru eftirfarandi fyrirtæki:
Fisk Seafood, Menningarsjóður KS, Tengill ehf. og Sveitarfélagið Skagafjörður.
Hægt er að nálgast miða á tónleikana hér á Tix.is
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.