Ungir Skagstrendingar á verðlaunapalli

Ungir Skagstrendingar stóðu sig vel á Bakarísmótinu sem haldið var í Tindastóli í þessari og síðustu viku. Lokadagur mótsins frestaðist um viku vegna veðurs. Hópur ungra Skagstrendinga tók þátt og stóðu þau sig öll með glæsibrag.

Keppt var í svigi og stórsvigi og komust eftirfarandi Skagstrendingar á verðlaunapall.

  • Almar Atli Ólafsson lenti í 2. sæti í svigi og 3. sæti í stórsvigi (drengir 6 ára og yngri)
  • Ólafur Halldórsson lenti í 2. sæti í stórsvigi (drengir 6 ára og yngri)
  • Daði Snær Stefánsson lenti í 1. sæti  í stórsvigi (drengir 7 – 8 ára)
  • Dagur Freyr Róbertsson lenti í 3. sæti í stórsvigi (drengir 7 – 8 ára)
  • Jóhann Almar Reynisson lenti í 2. sæti í svigi (drengir 7 – 8 ára)
  • Harpa Hlín Ólafsdóttir lenti í 3. sæti í svigi og 3. sæti í stórsvigi (stúlkur 9 – 10 ára)
  • Páll Halldórsson lenti í 3. sæti í svigi (drengir 11 – 12 ára)

/Skagaströnd.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir