Tveir körfuboltastrákar í úrtakshóp U-15 ára landsliðsins

Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að þeir Friðrik Þór Stefánsson og Sigurður Páll Stefánsson sem fæddir eru 1995, hafi verið valdir í úrtöku fyrir U-15 ára landsliðið í körfuknattleik. Er U-15 ára liðið undanfari U-16 ára landsliðsins sem tekur þátt í Norðurlandamótinu. U-15 ára liðið tekur árlega þátt í Copenhagen invitational mótinu, en 1994 árgangurinn vann það mót einmitt á dögunum.

Alls eru það 62 drengir úr '95 árganginum sem taka þátt í æfingabúðum sem verða 11. og 12. júlí n.k. Þjálfari liðsins er Einar Árni Jóhannsson.

Nánar má lesa um æfingarnar á heimasíðu KKÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir