Tindastóll tapaði fyrir Magna

Tindastólsmenn léku í gær við Magna í Lengjubikarnum og var leikið á Akureyri.  Magni skoraði tvö mörk í leiknum en Tindastóll eitt og lauk þar með þátttöku sinni í þessari keppni.

Byrjunarlið Tindastóls var nokkuð breytt frá síðasta leik liðsins og voru nokkrir leikmenn hvíldir td. Gísli Sveinsson, Stefán Arnar, Pálmi Þór, Ingvi Hrannar og Konni.  Byrjunarlið okkar var þannig skipað:  Stefán Vagn, Loftur Eiríks, Bjarki, Böddi, Guðni, Sævar, Árni Einar, Árni Ödda, Atli Ödda, Fannar Örn og Fannar Freyr.

Þetta var enginn stórleikur hjá Tindastólsmönnum og þeir náðu ekki að fylgja því eftir sem lagt var upp með.  Tindastólsmenn léku klárlega undir getu í leiknum, eins og  í deildarleiknum sl. fimmtudag.  Magni hélt boltanum betur og við náðum ekki miklu spili í leiknum.  Tindastólsmenn komust þó í nokkur hálffæti sem þó gáfu engin mörk.  Á 18. nínútu skoraði Kristján Páll fyrir Magna og kom þeim í 1-0 og þannig var staðan í hálfleik.  Á 56. mínútu skoraði síðan Davíð Jón fyrir Magna og kom þeim í 2-0.  Tindastólsmenn komust nokkrum sinnum inn í sendingar Magnamanna og náðu að ógna marki þeirra en án árangurs.   Leikmanni Magna var vikið af velli með rautt spjald á 75. nínútu og á 90. mínútu skoraði Guðni Þór mark fyrir Tindastól.  Feiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og það má segja að úrslitin hafi verið sanngjarn.

Tindastólsmenn sem hafa byrjað ágætlega í deildinni geta því einbeitt sér að því verkefni því það verða ekki fleiri leikir í Lengjubikarnum að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir