Tindastóll sigraði Draupni

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls unnu flottan sigur gegn stúlkunum í Draupni frá Akureyri síðastliðinn sunnudag. Leikurinn var liður í Lengjubikarnum.

Byrjunarlið Tindastóls:

Kristín Halla, Fríða Rún, Sunna Björk, Sandra, Guðný Þóra, Elísabet, Snæbjört, Rabbý, Þóra Rut, Brynhildur og Laufey.Bekkur: Gyða Valdís, Rakel Svala, Bryndís, Karen Inga, Kristveig og Erla Björt.

 Tindastólsliðið byrjaði leikinn ekki vel og fékk á sig mark á 7. og 9.mínútu og staðan orðin 2-0 fyrir Draupni.  En eftir þessar mínútur þá átti Tindastólsliðið leikinn frá A-Ö.  Um miðjan hálfleikinn fékk Þóra Rut góða stungusendingu inn fyrir frá Rabbý og var hún ein á móti markmanni og kláraði hún færið virkilega vel.  Sendi boltann í nær hornið, staðan orðin 2-1 og mikill kraftur í Tindastólsliðinu.  Síðan á 34.mínútu fékk Brynhildur sendingu  aftur fyrir hafsenta Draupnis og fór hún fram hjá markverðinum sem braut á henni og víti dæmt.  Úr vítinu skoraði Rabbý með "þrumu" skoti, staðan orðin 2-2 og var hún þannig í hálfleik.

 Á 63.mínútu síðari hálfleiks fær Tindastóll hornspyrnu.  Guðný Þóra tekur hornið og þaðan boltinn berst inn í miðjan vítateiginn.  Eftir smá klafs þá barst boltinn á Rabbý sem stóð við vítapunktinn og hún skaut boltanum í fjærhornið út við stöng, staðan 2-3 fyrir Tindastóli og urðu það lokatölur leiksins. 

Leikur Tindastólsliðsins var virkilega góður að undanskildum fyrstu 10 mínútunum. Allar þær stúlkur sem tóku þátt í leiknum stóðu sig vel og spilið hjá liðinu var frábært.  Liðið sýndi mikinn karakter að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir, sigurinn var sanngjarn og er liðið komið með 7 stig úr 4 leikjum í Lengjubikarnum.

  •  Skiptingar:
  • Á 46.mín kom Rakel Svala inn á fyrir Laufeyju.
  • Á 76.mín komu Gyða og Kristveig inn á fyrir Þóru og Elísabetu.
  • Á 80.mín komu Karen og Erla inn á fyrir Brynhildi og Fríðu.
  •  

 

Kveðja

Bjarki Már

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir