Þrír týndir í Hjaltadal - æfing björgunarsveitanna

Mynd: Sólrún: Hólar

Á dögunum var haldin æfing björgunarsveitarmanna allra skagfirskra björgunarsveita í Hjaltadal. Æfingin gekk út á leit og björgun, þar sem leitað var að þremur mönnum sem höfðu ákveðið að ganga í Gvendarskál.

Mynd Sólrún: Hólar

 Það er út af fyrir sig gott og blessað, en mennirnir voru drukknir og dagur að kveldi kominn! Hvarf þeirra uppgötvaðist daginn eftir. Svæðisstjórn tók til starfa um klukkustund áður en björgunarsveitir mættu á svæðið og skipulagði leit að mönnunum. Í fyrstu var leitað að mönnunum á líklegum svæðum og fannst einn, sem gat látið vita að hinir tveir væru slasaðir, annar í Gvendarskál en hinn hafði hrapað úr skálinni. Leit var haldið áfram á sama tíma og björgunarlið var sent í Gvendarskál. Sá sem hafði hrapað fannst fljótlega látinn neðan skálarinnar, en hinum var komið á börur og
fluttur niður Gvendargeira á snjó.

Mynd: Sólrún Hólar

Í alla staði tókst æfingin mjög vel, en nauðynlegt er fyrir
björgunarsveitirnar í Skagafirði að æfa leit að týndu fólki og björgun
slasaðra í fjalllendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir