Þrír feðgar frá Hvammstanga tóku þátt í elstu, lengstu og fjölmennastu skíðagöngukeppni í heimi
Vasagangan í Svíþjóð er ein þekktasta skíðagöngukeppni í heimi. Allt frá árinu 1922 hafa skíðagöngugarpar hvaðanæva að úr heiminum hópast til Selen til að taka þátt í göngunni sem er 90 kílómetrar og lýkur í Mora.
Gangan á rætur að rekja til ársins 1520 þegar Gustav Eriksson Vasa flýr í Dalina í Svíþjóð undan ofríki Kristjáns II Danakonungs. Á flótta undan mönnum konungs fer hann af stað langa göngu á skíðum í gegnum Dalina.
Á leiðinni hvetur hann bændur til að berjast gegn konungi. Heldur hann ræðu fyrir framan kirkjuna í Mora áður en hann festir skíðin á sig að nýju til að halda flóttanum áfram til Noregs en gengur illa að afla málstað sínum fylgis. Nokkrum dögum síðar eru tveir menn sendir af stað á eftir Gustav til að fá hann til að leiða frelsisbaráttu Svía. Þeir náðu honum í Selen og var sú ganga fyrsta eiginlega Vasahlaupið og upphaf frelsisbaráttu Svía sem Gustav leiddi. Þremur árum síðar var Gustav krýndur Svíakonungur og er í dag táknmynd Vasagöngunnar.
Ámyndinni eru Skúli, Haraldur og Hilmar í Evertsberg.
/Norðanátt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.