Þjóðhátíðardagurinn á Sauðárkróki

Fjallkonan í ár var Brynja Sif Harðardóttir, dóttir Ragnheiðar Rúnarsdóttur og Harðar Knútssonar á Sauðárkróki. Mynd: Skagafjordur.is
Fjallkonan í ár var Brynja Sif Harðardóttir, dóttir Ragnheiðar Rúnarsdóttur og Harðar Knútssonar á Sauðárkróki. Mynd: Skagafjordur.is

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki 17. júní. Teymt var undir börnum á hestbaki, skátarnir sáu um andlitsmálun og skrúðganga fór frá Skagfirðingabúð á íþróttavöllinn. Þar tóku við hátíðarhöld fram eftir degi. Fjallkonan í ár var Brynja Sif Harðardóttir og flutti hún ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen.

Hátíðarræðu flutti Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, kennari við Grunnskólann austan Vatna. Matthildur Ingimarsdóttir, ung og stórglæsileg söngkona frá Flugumýri söng fyrir gesti og Sæþór Máni sá um undirleik. Bræðurnir Ingi Sigþór og Róbert Smári sungu einnig stórglæsilega fyrir gesti, en Fúsi Ben sá um undirleik hjá þeim. Ingó töframaður sýndi töfrabrögð, ungum sem öldnum til mikillar gleði. Því næst var nýi gervigrasvöllurinn vígður, en um það sáu Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Svavarsdóttir. Að lokum var opnað fyrir leiki og hoppukastala, en þar fengu gestir að spreyta sig á hinum ýmsu leikjum sem verða í boði á landsmótinu sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí næstkomandi. Nú er bara um að gera að skrá sig á landsmót.
/Skagafjörður.is

Myndir frá deginum má finna á heimasíðu Svf. Skagafjarðar HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir