Textílsetrið með námskeið í sumar
Nokkurra daga námskeið Textílseturs verða í lotum í júní, október og febrúar á hverju ári og er markmiðið að bjóða aðstöðu og umhverfi þar sem áhugasamir geta komið saman í 3-5 daga við handíðir og handverk án amsturs hversdagsins.
Námskeiðin eru tilvalin til afslöppunar og til að njóta þess að skapa, vinna og læra í samfélagi við aðra með svipuð áhugamál. Nokkur námskeið eru í boði í senn svo allir geta fundið eitthvað við hvers hæfi.
Námskeiðin verða haldin í Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem í áratugi fór fram kennsla í ýmsum kvenlegum listum og ber byggingin með sér andblæ liðinna tíma.
Textílsetur Íslands hefur aðsetur í Kvennaskólanum og hefur það að markmiði að endurvekja og efla textílfræðslu og textíllistir, með rannsóknum, kennslu og fræðslu. Að auki er starfrækt Prjónakaffi, handverkshús og námskeið í ýmiss konar handverki. Nýlega hefur verið gengið til samstarfs við Hólaskóla um Háskólasetur í textílfræðum staðsett í Kvennaskólanum Blönduósi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.