Tap í fyrsta leik Hvatar
Hvatarmenn töpuðu sínum fyrsta leik í riðlakeppni Evrópukeppninnar í Futsal en leikið er í Austurríki. Andstæðingarnir í dag voru Asa Tel-Aviv frá Ísrael og höfðu þeir betur, sigruðu með fimm mörkum gegn tveimur.
Ísraelsmenn fengu óskabyrjun þegar þeir komust yfir strax á annarri mínútu en Brynjar Guðjónsson jafnaði metin á 11. mínútu. Tel-Aviv bættu hinsvegar við þremur mörkum til viðbótar í hálfleiknum og leiddu því í leikhléi, 4-1.
Óskar Snær Vignisson minnkaði muninn eftir þriggja mínútna leik en síðasta mark leiksins kom frá Ísraelsmönnum og lokatölur því 5 - 2.
Annar leikur Hvatar verður svo á morgun en þá verður leikið gegn heimamönnum í FC Allstars og hefst leikurinn kl. 18:30 en hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leikjunum á heimasíðu UEFA http://www.uefa.com/
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.