Sveitamarkaður á Laugarbakka í sumar
Sveitamarkaður verður haldin á Grettisbóli, Laugarbakka um helgar í sumar. Markaðurinn opnar seinni hluta júní og stendur út ágúst.
Markaðurinn er hluti verkefnisins Laugarbakkinn – sagnasetur, sem er samstarfsverkefni Grettistaks, Reykjahöfða og fleiri og miðar að því að byggja upp á Laugarbakka ýmiss konar starfsemi byggða á menningararfinum, sögnum, fornu handverki, náttúruauðlegð, matarmenningu og fleira. Áætlað er að búa til umgjörð á Grettisbóli sem gefur markaðnum sögualdarsvip.
Lögð verður áhersla á að selja þarna vörur sem eru úr héraði og hafa einhvers konar tilvísun í menningararfinn t.d. handverk/heimilisiðnað sem byggir á hráefni úr héraði og/eða á fornum hefðum og minnum, eða matvæli sem unnin eru úr heimafengnu hráefni og byggja að hluta á gömlum hefðum... en allt þetta má þó vel vera fært í nútímabúning.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt með því að framleiða varning, selja hann á markaðnum eða leggja hönd á plóginn á annan hátt, meiga hafa samband við Gudrunu Kloes, sími 455 2515, handsími 898 5154 og netfang: gudrun@ssnv.is
eða Valgerði H. Bjarnadóttur, sími 895 3319 og netfang: valgerdur@vanadis.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.