Sveinn svæsari afhentur sveitarstjórn

Sveinn svæsari

Nú í morgun fóru nemendur af grunndeild málmiðna með Svein svæsara sem er forláta listaverk gert úr afgangs járnplötum sem til féllu við suðuæfingar í vetur og afhentu Sveitarstjórn Skagafjarðar við Ráðhúsið.

 

 

 

 

 

Gréta Sjöfn þakkar fyrir gjöfina

Nafnið Sveinn svæsari er skírskotun í iðnsveininn og að svæsari er annað nafn á suðumanni.

 

 

 

Gréta Sjöfn tók við gjöfinni og þakkaði fyrir hönd Sveitarstjórnar og hét því að koma Sveini fyrir á viðeigandi stað en fyrst um sinn fær hann að standa fyrir utan Ráðhúsið fólki til skemmtunar og yndisauka.

 

Listaverkið vakti óskipta athygli viðstaddra sem voru ánægðir með framtak nemenda

Það var greinilegt að verkið vakti óskipta athygli viðstaddra og ein tillagan að staðsetningu var við stangarstökksbrautina á íþróttavellinum því eins og sjá má heldur Sveinn á myndarlegri stöng sem hægt væri að hefja sig á loft með. Annar talaði um að þetta væri myndarlegt frjósemistákn.

 

 

 

 

Hinn föngulegi listahópur málmiðnanema

Komið hefur fram áður að stolt Sveins hafi farið fyrir brjóstið á sumum sem ekki kunna að meta listaverk sem þetta og var hann aflimaður í óþökk listamannanna sem löguðu skemmdirnar og er hann nú með fullri reisn.

Sveinn var fluttur að konungasið í kerru sem drifin var áfram af mannaflinu einu.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir