Sundfólk Tindastóls gerði góða ferð til Dalvíkur
Yngstu sundmenn Tindastóls gerðu góða ferð til Dalvíkur síðasta laugardag. Erindið var að taka þátt í sundmóti sem Sundfélagið Rán á Dalvík heldur árlega með dyggum stuðningi Lionsfélaga þar í bæ.
- Auk keppenda úr Sundfélaginu Rán á Dalvík, öttu sundmenn Tindastóls einnig kappi við sundfólk úr Sundfélaginu Óðni á Akureyri en
Óðinn mætti til Dalvíkur með fjölmennt lið. Allir keppendur stóðu sig með prýði og fór mótið hið besta fram. Þátttakendur 10 ára og yngri fengu gjöf og viðurkenningu fyrir þátttöku.
Þrír sundmenn úr röðum Tindastóls náðu að krækja sér í málmpeninga fyrir frammistöðu sína í lauginni.
Jóhann Ulriksen fékk silfurverðlaun fyrir 100 m fjórsund.
- Matthías Rúnarsson fékk bronsverðlaun fyrir 100 m bringusund og
-
Sigurbjörg Kristjánsdóttir hreppti bronsverðlaun fyrir 100 m fjórsund.
Alls var keppt í 40 greinum á mótinu og voru þátttakendur frá félögunum þremur um 70 talsins.
/Texti og myndir: KMA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.