Sumarskemmtun Grunnskólans á Blönduósi

Mynd:Húni.is

Sumarskemmtun Grunnskólans á Blönduósi fór fram í gær í Félagsheimilinu á Blönduósi. Nemendur í 1. – 7. bekk skemmtu þar fullum sal af fólki með söng og leik.

 

 

 

Nokkur frumsamin leikverk voru flutt og gömul og gróin lög flutt af mikilli innlifun. Að því loknu gátu gestir valið úr miklu úrvali af kökum á árlegum kökubasar ungmennafélagsins. Hægt er að sjá myndir á Húna.is sem lýsa því sem fyrir augu bar á skemmtuninni.

 

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir