Strandakópur í fjörunni
feykir.is
Skagafjörður
27.04.2010
kl. 15.52
Eitthvað var selskópurinn ráðvilltur sem spókaði sig í fjörunni neðan Sauðárkróks fyrr í dag. Kona sem var á labbi með hundinn sinn gekk fram á hann við sandhólana og reyndi að aðstoða hann við að koma sér í sjóinn.
Með aðstoð hundsins og annarra sem komu þarna að áttaði kópurinn sig loks á aðstæðum og bægslaðist í hafið og hvarf mönnum sjónum en hann virtist vera aleinn og enginn honum næstur af hans ætt. Myndirnar tóku Þröstur Jónsson og Kári Árnason.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.