Stofnfundur siglingaklúbbs í Skagafirði

Frá siglinganámskeiði 2008

Til stendur að stofna siglingaklúbb í Skagafirði þriðjudaginn 5. maí næstkomandi kl. 20:00.  Stofnfundur verður haldinn að Sæmundargötu 7 Sauðárkróki, í Húsi Frítímans.

 

 

 

Félagið er ætlað áhugamönnum um siglingar á öllum aldri jafnt börnum sem fullorðnum.

Með því að stofna félaga þá viljum við auka siglingar hverskonar t.d. á árabátum, kajak, seglbátum og vonandi seglskútum í framtíðinni. Einnig eru áhugamenn um  köfun og sjósund velkomnir að vera með, segir í tilkynningu frá undirbúningsnefndinni.

 

Sérstök á áhersla verðu lögð á barna og ungmennastarf og verður stefnt að því að halda siglinganámskeið fyrir börn í júní í sumar.

 

Klúbburinn hefur fengið vilyrði um afnot af flotbryggju, árabátum, kanó, seglbátum og öryggisbát sem er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagafjarðarveitna. Þá hefur klúbbnum einnig verið veittur styrkur til smíði seglbáta (kænur) fyrir byrjendur, svokallaðir optimistar.

 

Dagskrá fundarins:

-           Hugmyndin að siglingaklúbb kynnt, bátakostur og hugsanlega uppbygging við Suðurgarð – Jakob og Ingvar

-           Almenn umfjöllun um siglingaklúbba – Rúnar Þór Björnsson formaður Nökkva á Akureyri

-           Drög að lögum kynnt – Jakob og Ingvar

-           Almennar umræður um framtíðina, nafn á klúbbinn, sumardagskrá og fleira

 

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn.

 

Fyrir hönd undirbúningsnefndar.

 

Ingvar Páll og Jakob Frímann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir