Stofnfjáreigendur funda um stöðu sparisjóðsins á Hvammstanga

Föstudaginn 23. apríl 2010 kl. 13:00 komu fulltrúar sveitarstjórna Húnaþings vestra og Bæjarhrepps og Samtaka stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda saman til fundar í Ráðhúsi Húnaþings vestra. Útibússtjóri Sparisjóðsins á Hvammstanga sat fundinn einnig.

Tilefni fundarins var yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík. Sérstaklega var rætt um stöðu skuldsettra stofnfjáreigenda vegna kaupa á stofnfé í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda og stöðu útibús sparisjóðsins á Hvammstanga.

Fundarmenn skora á stjórnvöld að tryggt verði að áfram verði rekinn sparisjóður á Hvammstanga og leggur áherslu á mikilvægi þeirrar starfsemi fyrir byggðina.

Samþykkt var á fundinum að óska eftir fundi með alþingismönnum kjördæmisins og fjármálaráðherra vegna þessa máls og til að koma á framfæri áherslum og sjónarmiðum heimamanna.

Hvammstanga 23. apríl 2010
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir