Stjórn SSNV lýsir yfir vonbrigðum með úthlutun ráðuneytis

Stjórn SSNV lýsti á fundi sínum á dögunum vonbrigðum með rýran hlut verkefna á Norðurlandi vestra við úthlutun Iðnaðarráðuneytisins til uppbyggingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni

 

Á fundi stjórnarinnar var lögð fram til  kynningar samantekt atvinnuráðgjafa vegna úthlutunar iðnaðarráðuneytisins á styrkjum til uppbyggingar ferðaþjónustu á landsbyggðinni þann 22. apríl 2009. 
Þá bendir stjórn SSNV á  að fjöldi áhugaverðra verkefna á sviði ferðaþjónustu er í þróun í Skagafirði og Húnavatnssýslum og hvetur Iðnaðarráðuneytið til þess að horfa til, og styðja við þau verkefni í framtíðinni“.

Í framhaldinu hvetur stjórn SSNV aðila í Skagafirði og Húnavatnssýslum sem standa að metnaðarfullum verkefnum á sviði ferðaþjónustu til dáða. Vakin er athygli á þeirri þjónustu sem  til boða stendur innan SSNV á vettvangi atvinnuþróunar, Vaxtarsamnings og menningarsamnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir