Stjórn FUFS vill að ríkisstjórnin standi vörð um mennta- og heilbrigðismál
feykir.is
Skagafjörður
09.03.2010
kl. 16.10
Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði skorar á ríkistjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka strax og lágmarka með því þann mikla kostnað og tíma sem í samningaferlið fer.
-Það er öllum ljóst að þær undanþágur sem ESB myndi veita Íslandi eru eingöngu tímabundnar. Við hvetjum því ríkistjórnina til þess að nota þessa miklu fjármuni til að standa vörð um mennta- og heilbrigðismál. Ríkistjórnin ætti að einbeita sér að skuldavanda heimila og fyrirtækja á Íslandi frekar en að einblína á þessar viðræður sem munu engu skila Íslenskri þjóð, segir í ályktun FUFS.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.